English  
sigrun Hardardottir <
  Sýningar Söfn Skrif/Greinar Fyrirlestrar/Kennsla Menntun Félagsstörf  
sh-700-430 Sigrun Hardardottir er fædd í Reykjavík 1954. Hún hefur búið og starfað á Ísland, Kanada og í Hollandi

Sigrun vinnur í mismunandi miðla en tæknin hefur átt mikilvægan þátt í því hvernig hún framkvæmir hugmyndir verka sinna. Frá tvívíddarverkum til flókinna gagnvirkra innsetninga fjalla verk hennar um mikilfengleika náttúruafla í Gaia- Hvera- Fossa- og Eldfjallaseríun. Um samskipti og tilfinningar í Dialog og Mouvement seríum. Rannsókn á sambandi raunsæis við abstraktsjón í vídeóverkinu Dögum og portrett seríum og nýlega í gróður, garða og skógarseríu.

Sigrún hefur einnig unnið út frá hugmyndum um stað áhorfandans og möguleika til þess að gefa áhorfandum aðgang að sköpunarferlinu og þar með að virkum þáttakanda í framvindu verks í gagnvirkum innsetningsverkunum Hrynjandi hvera og Hver Gerði.

Sigrun hefur sýnt verk sín á Íslandi, Kanada, Bandaríkjunum, Frakklandi, Hollandi, Þýskalandi, Danmörku, Noregi, Finnlandi, Shetland eyjum, Lettlandi, Ukraniu, Ekvador, Máritíus eyjum, Shanghai, Hong Kong, og Kína.

Verk eftir Sigrúnu í opinberri eigu er að finna á: Listasafni Íslands, Listasafni Reykjavíkur, Listasafni Árnesinga, Listasafni Kópavogs, Landsbanka Íslands, Orkuveitu Reykjavíkur, HS Orku Reykjanesbæ, Hitaveitu Árborgar, Lima í Hollandi og hjá Ríkisakademiunni í Amsterdam, Hollandi.

Hafa samband: sigrun@sigrunhardar.is